Humarveiðar á Íslandi

Return to all
Humarveiðar á Eyrarbakka blaðagrein - 1954

Íslendingar voru seinir að tileinka sér þann munað að borða humar, en humarveiðar til útflutnings hófust fyrst hér á landi á Eyrarbakka árið 1954. Á forsíðu Morgunblaðsins þann 29. ágúst þar ár, segir: “Í sumar hefur humarinn verið Eyrbekkingum það, er síldin var Siglfirðingum hér áður fyrr.” Á forsíðunni var einnig ljósmynd af humri svo landsmenn gætu áttað sig hvernig þessi skepna liti út. Íslenski humarinn er nefndur leturhumar, en á fræðimáli Nephrops norvegicus. Hann er smærri en aðrar humartegundir, verður að meðaltali um 16 -18 sm.

Þorlákshöfn og Höfn í Hornarfirði eru aðalstaðarnir fyrir humarveiða í dag. Á Rauða Húsinu fáum við flest humar frá Þorlákshöfn.