Þorláksmessa Skötuveisla Rauða Hússins og Bjórflóðið 2014

Return to all

Þorláksmessa 23. desember, kl. 18:00

Verð 3.200 kr á mann.

Borðapantanir í síma: 483-3330 eða sendið skilaboð.

HVERS VEGNA ER SKATA BORÐUÐ Á ÞORLÁKSMESSU?

Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og átti þá ekki að borða mikið góðgæti og einna síst á Þorláksmessu. Það átti að vera sem mestur munur á föstumat og jólakræsingum, auk þess sem ekki þótti við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks.

Aðalreglan var samt sú að borða lélegt fiskmeti á þessum degi, en misjafnt var hvað hentaði best á hverjum stað. Á Suðurlandi var sumstaðar soðinn horaðasti harðfiskurinn og frá Vopnafirði er þessi vísa til marks um mataræðið.
Tekið af vísindavefnum

Að okkar mati er skata eðalmatur og hlökkum við mikið til skötuveislunnar á Þorláksmessu.

Bjórflóðið 27. desember

Bjórbandið spilar frá kl. 23:00

Miðaverð 2.000 kr á mann.

Létt hlaðborð fyrr um kvöldið.