Jónsmessuhátiðin á Eyrarbakka 2014

Return to all

09:00                Fánar dregnir að húni við upphaf 15. Jónsmessuhátíðarinnar á Bakkanum

Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

10:30-17:00   Laugabúð í Sjónarhóli

Alltaf eitthvað spennandi að gerast í Laugabúð og nú verða gestakaupmenn úr höfuðstaðnum við afgreiðslustörf en Kaupmaðurinn sjálfur segir sögur af húsi og íbúum. Bókadeildin verður opin í kjallaranum og þar verður fullt af bókaormum með gamlar og yngri bækur.

11:00-18:00    Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál. Alltaf heitt á könnunni.   Í borðstofu er sýningin Ljósan á Bakkanum – um ævi og störf Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883-1926. Í Assistentahúsinu er sýning helguð Árna Magnússyni (1663-1730) handritasafnara og til sýnis skinnhandrit. Í forsal Sjóminjasafnsins rúlla gamlar bátamyndir á skjá. Þar hefur nýlega verið sett upp sýningin Blátt eins og hafið.

Ókeypis aðgangur á hátíðinni.

11:00              Unga kynslóðin skemmtir sér

Hinn sívinsæli Brúðubíll kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu. Og nú er aldeilis ys og þys í Brúðubílnum – söngur, sögur og leikrit.    Hoppukastali og fl. Andlitsmálun hefst kl. 10:30.

11:30-22:00   Rauða húsið á Eyrarbakka

Þriggja rétta Jónsmessutilboð allan daginn – humarsúpa í forrétt, kjúklingabringa eða fiskitvenna í aðalrétt og Þjórsárhraunið sívinsæla í eftirrétt. Kr. 5.000.

12:00-14:00   Heimboð í Garðshorn

Elínbjörg Ingólfsdóttir og Vigfús Markússon bjóða í Jónsmessusúpu og kl. 12:30 má búast við óvæntri uppákomu. Þetta verður sko spennandi.

13:00-18:00  Listmálarinn á Litlu-Háeyri

Listmálarinn Hallur Karl Hinriksson á Litlu-Háeyri opnar vinnustofu sína gestum og gangandi.

Allir hjartanlega velkomnir! Sjá nánar á www.facebook.com/hallurkarl.

13:30-15:00  Við Bakaríið

Margrét og Sverrir í Bakaríinu bjóða gestum og gangandi að koma og skoða lóðarframkvæmdir sem þau hafa staðið fyrir í vor og sumar.

14:00-17:00 Kirkjubær og Beitningaskúrinn

Nýuppgert alþýðuheimili í Kirkjubæ og Beitningaskúrinn í Byrgjunum verða til sýnis og öllum opin.

14:00-18:00  Handverksmarkaður á Stað

Í samkomuhúsinu Stað verður menningarmarkaður með margs konar handverki og hvers konar alþýðuafurðum. Og standandi vöflukaffi allan daginn. Upplýsingamiðstöðin opin frá kl. 9:00-20:00.

14:00   Íslandsmeistaramótið í koddaslag

Í annað sinn fer Íslandsmeistaramótið í koddaslag fram á bryggjunni á Eyrarbakka. Og nú verður spennan í hámarki – tekst meistaranum frá því í fyrra að verja titilinn eða fáum við nýjan meistara? Skráning hefst á staðnum kl. 13:45.

16:00   Simbakotstónar

Sigga Eva og strákarnir (kannski einhverjir fleiri) bjóða upp á tónleika í Simbakoti/Túngötu 28 á palli eða bílskúr eftir veðri. Allir velkomnir.

16:00  Kýló

Áfram halda menn að rifja upp gamla takta af Háeyrartúninu. Hugsanlega koma nýir kýlósnillingar fram!

17:00-18:30 Bakkastofa í Búðarhamri

Ásta Kristrún og Valgeir opna faðminn í Bakkastofu, sem er menningar- og fræðslusetur á Eyrarbakka, og kynna starfsemina sem þar fer fram. Kannski verður sungið um Stokks-Eyrarbakka – hver veit?

20:15-21:30  Raddbandakórinn í Húsinu

Heimir Guðmundsson, sem fæddur er í Húsinu árið 1944, leiðir fjöldasöng í stássstofunni og spilar á elsta píanóið á Suðurlandi. Skólasöngvarnir og fleiri kvæði dregin fram og hver syngur með sínu nefi.

22:00  Jónsmessubrenna

Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Hlín Agnarsdóttir, hótelhaldari í Rein og nýbúi á Bakkanum, flytur stutt ávarp.  Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

23:00-03:00 Jónsmessudansleikur í Hótel Bakka (gamla frystihúsið)

DJ GAYKAY þeytir plötum fram eftir nóttu og tilboð verða á barnum. Aldurstakmark er 18 ár.

Aðgangseyrir kr. 1.000 – miðasala við innganginn.

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg