Ertu að leita að sal fyrir brúðkaupsveislu á suðurlandi?
Brúðkaup haldin á Rauða Húsinu eru okkur sérstaklega hugleikin. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að gera brúðkaupsdaginn ánægjulegann og einstakann.
Rauða Húsið er á suðurströndinni aðeins 45 mínutur frá Reykjavík og 10 mínutur frá Selfossi.
Salir fyrir brúðkaupsveislu
Á efstu hæðinni á Rauða Húsinu eru að finna 2 bjarta og fallega sali auk bar og salerni. Hér er að finna klassískt stíl og dansk hönnun með víðargólf og ljósakrónur. Hvítir borðdúkar fylgja leigu á salnum, auk uppsetning, þjónusta og þrif. Rauða Húsið var byggð árið 1919.
NORÐURSALURINN:
Salurinn rúmar um 90-130 manns í sæti í brúðkaupsveislu. Einnig er mögulegt að nota svæðið undir dansleik og skemmtun eftir matinn.

SUÐURSALURINN:
Salur sem rúmar um 50 manns í sæti og hentar þá vel fyrir minna brúðkaupsveislur. Salurinn er bjartur og fallegur með útsýni yfir sjóinn. Einnig er hægt að nota salinn í móttöku eða undir dansgólf eftir mat er um stærri veislu er að ræða.

Athöfnin
Eyrarbakkakirkja er við hliðina á Rauða Húsið og hún er einstaklega falleg. Kirkjan var byggð árið 1890 og er á tveim hæðum. Hún tekur allt að 230-240 manns í sæti. Einnig er möguleiki á annars konar athöfn, þá úti við eða inni á veitingastaðnum. Þeir möguleikar eru skoðaðir sérstaklega eftir óskum og með tilliti til veðurs.

Veislumatur og drykkir
Móttakan:
Móttakan er sniðin að óskum hvers og eins, hvort sem um ræðir kampavín, freyðivín eða aðra drykki, en einnig er hægt að panta forrétti eða snittur.

Matur og vín:
Allur matur og vín eru keypt af Rauða Húsinu og er verðið samkvæmt matseðli eða eftir samkomulagi. Það sem okkar markmið er að uppfylla óskir gestanna, þá reynum við eftir fremsta megni að aðlaga mat og vín að smekk hvers og eins. Í boði stendur allt frá einfalda hlaðborði upp í 2ja-7 rétta sitjandi veislu. Endilega látið okkur vita af öllum séróskum og við reynum af fremsta megni að gera alla ánægða.
Skreytingar á salnum
Skreytingar fara eftir óskum hvers. Við erum með úrval af kertastjökum, blómavasa og haldara fyrir borð númer. Ef þess er óskað þá er salurinn, móttakan eða önnur svæði skreytt eftir óskum brúðhjónanna.
Við getum séð um að útvega það sem til þarf. Annars er brúðhjónin velkomin að koma kvöldið áður til að skreyta sjálf.

Annað
Ljósmyndara, tónlistarmenn, hárgreiðslumeistara og blómaskreyti getum við bókað ef þess er óskað.
Gisting í nágrenni
Við mælum með Bakki Apartments sem er í göngufjárlægð frá Rauða Húsinu. Þau eru með 16 íbúðir frá 2ja manna stúdíó upp í 3ja herbergja íbúðir. Einnig eru fleiri leiguíbúðir og hús á Eyrarbakka og Stokkseyri eða svefnpláss fyrir um 60 manns. Möguleiki er að fá sætaferðir á milli gististað og veitingahúsi.
Annars eru hótel á Selfossi (Hotel Selfoss, Hotel South Coast) eða Hveragerði (Hotel Örk, Greenhouse Hotel) og hægt er að leiga rútu til að keyra fólk á milli.
