notalegur veitingastaður við suðurströndina
Upplifðu söguna
Rauða Húsið var byggt árið 1919 og er staðsett í notalegu gömlu hverfi á Eyrarbakka, aðeins 40 mínutna akstri frá Reykjavík.
Rauða Húsið var byggt árið 1919 og er staðsett í notalegu gömlu hverfi á Eyrarbakka, aðeins 40 mínutna akstri frá Reykjavík.
Við bjóðum upp á fyrirtaks aðstöðu fyrir hvers kyns veislur, viðburðir og boð eins og brúðkaup, fermingar, stórafmæli og árshátíðir. Staðsetningin er einkar hentug fyrir fundi og ráðstefnur.
Kyrrlátt og fallegt umhverfi við sjávarsíðuna er þægilega nálægt höfuðborgarsvæðinu en fjarri öllu amstri.
Vinsælustu réttirnir okkar eru ljúffengur humar, seiðandi lamb og nautalund. Við erum líka með gómsæta eftirrétti, kaffidrykki og kokteila ásamt sérvöldum tegundum af víni. Við bjóðum með stolti bjór sem bruggaður er í Ölvisholti, sem er hér í Flóahreppi.