Upplifðu söguna. Fangaðu kyrrðina. Njóttu matarins.

Rauða Húsið

Um Rauða Húsið

Um okkur

Rauða Húsið

Rauða Húsið er staðsett í fallegu gömlu húsi í notalegu og söguríku þorpi á suðurströndinni.


Húsið

Á Rauða Húsinu er að finna 4 salir á 3 hæðum.

Aðalveitingasalurinn á miðhæðinni er með pláss fyrir 42 gestir í sæti á 14 borðum með hvíta borðdúka. Á efstu hæðinni og í kjallaranum eru salir fyrir einkasamkvæmi. Einnig er Kjallarinn opinn sem bar fyrst laugardagskvöldið hvers mánaðarins.
Veislusalir

Maturinn

Humarveiðar á Íslandi byrjaði á Eyrarbakka árið 1954.

Þó höfnin á Eyrarbakka sé ekki lengur í notkun, sjórinn hefur enn áhrif á lífi í þorpinu og það er áhersla á ferskan sjávarrétta á matseðlinum. Fiskur og humar koma frá Þorlákshöfn. Einnig bjóðum við upp á íslenskt lambakjöt, nýbakað brauð og gómsætar eftirréttir.
Matseðillinn

Húmarveiðar á Íslandi

Íslendingar voru seinir að tileinka sér þann munað að borða humar, en humarveiðar til útflutnings hófust fyrst hér á landi á Eyrarbakka árið 1954. Á forsíðu Morgunblaðsins þann 29. ágúst þar ár, segir: “Í sumar hefur humarinn verið Eyrbekkingum það, er síldin var Siglfirðingum hér áður fyrr.” Á forsíðunni var einnig ljósmynd af humri svo landsmenn gætu áttað sig hvernig þessi skepna liti út. Íslenski humarinn er nefndur leturhumar, en á fræðimáli Nephrops norvegicus. Hann er smærri en aðrar humartegundir, verður stærstur um 16 -18 sm.

Saga Rauða Hússins

Rauða Húsið var um tíma í gamla skólahúsinu á Eyrarbakka. Þann 14. maí 2005 flutti veitingastaðurinn yfir í hús að Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, sem lengst af hefur verið kallað Mikligarður.

Guðmunda Nielsen byggði elsta hluta Rauða Hússins, veitingastofuna á fyrstu hæð, sem verslun árið 1919. Guðmunda var fjölhæf kona, organisti, kórstjóri, tónlistarkennari og tónsmiður auk þess að vera mjög virk í félagsmálum, m.a. í Kvenfélagi Eyrarbakka. Hún lærði verslunarfræði í Kaupmannahöfn áður en hún opnaði verslun sína hér, Guðmundubúð, sem þótti ein glæsilegasta verslun austan fjalls á sinni tíð.

Sjálf bjó Guðmunda hins vegar í Húsinu, sem nú hýsir Byggðasafn Árnesinga og stendur hér rétt fyrir austan kirkjuna. Húsið var reist árið 1765 þegar dönskum kaupmönnum var leyft að búa hér á landi yfir veturinn. Húsið varð snemma miðstöð blómstrandi menningar og listalífs hér við ströndina, enda komu erlend menningaráhrif fyrst að landi hér á Eyrarbakka, sem var stærsti verslunarstaður landsins um aldir. Hér átti biskupsstóllinn í Skálholti einnig sína höfn og gerði héðan út sín skip. Örlög þúsunda Íslendinga réðust með þeim margvíslegu tíðindum sem bárust með Bakkaskipi.

Árið 1955 var byggð hæð ofan á húsið, en frá 1957 var umfangsmikil framleiðsla á einangrunarplasti og einöngruðum hitaveiturörum í Miklagarði undir merkjum Plastiðjunnar Eyrarbakka hf. og 1960 var síðan stór viðbygging reist norðan megin.