Ölvisholt Bjórkynning og Bjórsmökkun

Í samstarfi við Ölvisholt Brugghus á Selfossi er boðið upp bjórsmökkun og kynningu á vörum frá Ölvisholt Brugghús.

Kynningarnar eru hjá okkur á Eyrarbakka. Ekki er boðið upp á heimsóknir í sjálft brugghúsið. Kynningin tekur rúmlega 1 klúkkutíma og á kynningunni er fjallað um bjóra Ölvisholts Brugghúss, Freyju, Skjálfta, Móra og Lava og tilurð þeirra. Þá eru bjórarnir að sjálfsögðu smakkaðir meðan á kynningu stendur. Einnig er fjallað um innihaldsefni í bjór, úr hverju hann er gerður og með hvaða mat hver bjór hentar best.

Það er hægt að keyra kynninguna eftir kl. 17:00 á virkum dögum og hvenær sem er um helgar.

Kynningar eru ætlað fyrir hópa af 10 mönnum eða fleira og er nauðsynlegt er að bóka fyrirfram. Barinn niðri rúmar upp á 50 manns og salurinn uppi rúmar upp á 100 manns.

Fyrir nánari upplýsinga og bókanir hafa samband við okkur.

Verðskrá

  • Fyrir hóp af færri en 10: 3.500 kr. á mann
  • Fyrir hóp af 10-15: 3.000 kr. á mann
  • Fyrir hóp af 15 eða fleiri: 2.500 kr. á mann
  • Fyrir hóp af 50 eða fleiri: 2.000 kr. á mann
  • Spryjið okkur til að fá tilboð á bjórkynningu og mat

 

Um bjórana

 

 

 

 

Um Ölvishólt Brugghús

Ölvisholt Brugghús er staðsett í Ölvisholti í Flóahreppi. Brugghúsið er í gömlu fjósi sem gert hefur verið upp af eigendum.

Markmið þess í upphafi var að framleiða bjór af þeirri tegund og gæðum sem ekki hefði sést hérlendis áður. Í dag er Ölvisholt Brugghús eitt framsæknasta bjórhús á Íslandi. Við erum stolt af vörum okkar sem hvarvetna, innanlands sem erlendis hafa fengið afburða dóma.

Sá metnaður hefur skilað sér í því að Ölvisholt er framsæknasti bjórútflytjandi landsins. Vörur fyrirtækisins hafa fengið mjög góða dóma í Danmörku, Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum.

Framleiðslugeta brugghússins er 300 tonn af bjór á ári en það munu vera 1 milljón litlar bjórflöskur. Samstarfsaðili okkar hér á landi er Karl K. Karlsson í Reykjavík sem sér um alla dreifingu og markaðssetningu á okkar vörum á Íslandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *