Jólahlaðborð Rauða Hússins 2017

6 október 2017 0

Komdu á Jólahlaðborð Rauða Hússins, eigðu notalega stund á Eyrarbakka og skemmtu þér í góðum hóp.

Jólahátíðin er sá tími er við gleðjumst saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk. Jólahlaðborðið hefur um árabil verið ómissandi hluti af jólaundirbúningnum.

Jólhahlaðborð Rauða Hússins 2017 verður haldin:

 • 18. nóvember
 • 25. nóvember
 • 2. desember
 • 9. desember
 • fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa

Við bjóðum upp á lifandi tónlist og stemning fram eftir kvöldi.

Verð er aðeins 8.400 kr á mann.
Tilboð: jólahlaðborð og íbúðagisting á Bakka aðeins 14.500 kr á mann

Bakki Hostel & Apartments er 5 mínutna ganga frá Rauða Húsinu. Gisting er í 2ja-manna stúdíó eða 2ja herbergja íbúð með baðherbergi, eldhús og setustofu.

 

Jólahlaðborð 2017 Matseðill:

Forréttir
 • Lauksíld
 • Rauðrófusíld
 • Sinnepsíld
 • Jólasíld
 • Reyktur lax með hvítlaukssósu
 • Grafinn lax með sinneps og dill sósu
 • Grafið lamb
Kaldir kjötréttir
 • Reykt nautatunga með piparrótarsósu
 • Villibráðapaté með cumberlandsósu
 • Hamborgarahryggur
 • Jólaskinka
 • Hangikjöt
Skorið heitt
 • Nautafille
 • Purusteik
 • Lambalæri
Meðlæti
 • Sætkartöflumús
 • Sykurbrúnaðar kartöflur
 • Pönnusteikt rótargrænmeti
 • Uppstúfur
 • Villisveppasósa
 • Rauðvínssósa
 • Eplasalat
 • Laufabrauð
 • Grænmetisréttur
Eftirrétttir
 • Ris a la mande
 • Eplabaka
 • Ís
 • Ostaterta
 • Marensbomba
 • Piparkökur
Starfsfólk Rauða Hússins er ávallt reiðubúið til þess að aðstoða þig við að skipuleggja og undirbúa hvers kyns viðburði. Hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur, fermingarveislur, brúðkaup, árshátíðir eða önnur einkasamkvæmi, þá gerum við allt til þess að tilefnið verði í senn ánægjulegt og eftirminnilegt.

Jólahlaðborð 2017 – Borðapöntun

*Fjöldi gesta

*Dagur og tími
18. nóvember25. nóvember2. desember9. desemberönnur dagsetning (í boði fyrir hópa)

Athugasemd

Efnisorð:, , , , ,