Í næsta nágrenni

Á Eyrarbakka:

Húsið – The Árnesinga Folk Museum
Sjóminjasafn Eyrarbakka
Eyrarbakkakirkja
Strönd
Tjaldsvæði (Björgunarsveit Björg Eyrarbakka sér um)
Norðurljósaskoðun
Bakki Hostel & Apartments farfuglaheimili og íbúðagisting
Bakkahestar hestaleiga – hestaferðir við ströndina á Eyrarbakka

Minna en 10 mínutur frá:

Stokkseyri (sundlaug, Veiðisafnið, Draugasetrið, Töfragarðurinn, kajakferðir)
Þorlákshöfn (golfvöllur, sundlaug)

10-25 Mínutur:

Kerið
Raufarhólshellir
Selfoss (bíó, sundlaug, golfvöllur, hótel)
Hveragerði (heit laug, sundlaug, golfvöllur, gönguleiðir, hótel, hestaleiga)

Minna en 1 klst.:

Þjóðgarðurinn Þingvellir (gönguleiðir, Öxaráfoss, köfun)
Geysir
Gullfoss
Seljalandsfoss
Laugarvatn Fontana
Búri hellir
Bláfjöll skíðasvæði
Leiðarendi hellir
Bláa Lónið
Inside The Volcano
Reyjavík

Activities

Það er golfvellir á Þorlákshöfn, Selfossi, and Hveragerði. Fyrir upplýsingar um hestaleigu, hafðu samband við Bakkahestar á Eyrarbakka. Ferðaskrifstofan Iceland Activities, í Hveragerði, get skippulagt gönguferðir, hjólaferðir, og brimbrettabrun. Fyrir frekari upplýsingar um köfunaferðir á Þingvöllum, hafðu samband við Dive.is. Fyrir upplýsingar um hellaskoðunaferðir, hafðu samband við Extreme Iceland. Fyrir upplýsing um jöklagönguferðir og fluðasiglingar, contact Arctic Adventures.

Gisting á Eyrarbakka eða nálægt

Bakki Hostel & Apartments logoBakki Hostel & Apartments, bara nokkrar mínutur gangandi frá Rauða Húsinu. Farfuglaheimili og íbúðagisting.
Seaside Cottages
AirBnB.com
Sumarbustaðir til leigu – bungalo.is
Næsta hótel er á Selfossi sem er 15 min. akstur.

Eyrarbakkakirkja

Eyrarbakkakirkja var vígð í desember 1890, en fram að því áttu Eyrbekkingar kirkjusókn í nágrannaþorpið Stokkseyri. Íbúar á Eyrarbakka voru 702 árið 1890 og var fólksfjölgunin ástæðan fyrir því að Stokkseyrarsókn var skipt í tvennt og ný kirkja reist á Eyrarbakka.

Eyrarbakkakirkja 2009.

Aðalforgöngumaðurinn um kirkjubygginguna var sóknarpresturinn, séra Jón Björnsson, og höguðu örlögin því svo, að hann var fyrsti maðurinn sem kvaddur var frá Eyrarbakkakirkju en það var árið 1892. Fjögur ár liðu frá vígslu Eyrarbakkakirkju uns hún öðlaðist full réttindi sem sóknar- og graftarkirkja, en nýr kirkjugarður var ekki vígður og tekinn í notkun á Eyrarbakka fyrr en árið 1894. Kirkjugarðurinn er austar í þorpinu. Þar hvíla m.a. þessir þjóðfrægu menn: Brynjúlfur Jónsson, fornfræðingur frá Minna-Núpi; Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, en tvö verk eftir hann eru í kirkjugarðinum; Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður og prestur á Þingvöllum.

Kirkjan er teiknuð af Jóhanni Fr. Jónssyni, en hann var helsti trésmiður á Eyrarbakka á áratugnum 1880–90, en lést á meðan á byggingu kirkjunnar stóð.

Kirkjan tekur um 230–40 manns í sæti. Á turni hennar var allhá járnstöng með vindhana eins og algengt er á dönskum og færeyskum kirkjum, en hún var tekin niður og í stað hennar settur ljóskross. Guðmundur Daníelsson, rithöfundur nefndi þetta skreyti „Járnblómið“ og ber ein af skáldsögum hans það nafn.

Altaristafla – Louise Danadrottningar 1891.

Sögufrægasti gripur kirkjunnar er altaristaflan. Er það mynd af Jesú á tali við Samversku konuna við Jakobsbrunninn (Jóh. 4, 13-14) og stendur undir töflunni: „Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta.“ Tilurð hennar á sér sérstaka sögu. Séra Jón Björnsson sigldi m.a. í erindum kirkjubyggingarinnar til Kaupmannahafnar til þess að útvega kirkjuviðinn. Gekk hann þá einnig á fund konungs og drottningar. Hlaut hann þar svo góðar viðtökur, að Louise, drottning Kristjáns konungs IX., gaf kirkjunni altaristöflu, sem hún hafði sjálf málað og er nafn drottningar á töflunni og ártalið 1891. Drottning var listfeng í besta lagi og er kunnugt um altaristöflur eftir hana í þremur kirkjum í Danmörku; í kirkjunum í Gentofte, Klitmøller og Lundø.

Af öðrum merkum kirkjugripum má nefna kertastjaka úr Kaldaðarneskirkju, en kirkja þar var lögð niður árið 1902. Á þeim er ártalið 1780 og stafirnir E.S.S. Stjakarnir eru greinilega íslensk smíð og að öllu handunnir. Einnig er úr Kaldaðarneskirkju ljósakróna í kór kirkjunnar. Árið 1918 var sett upp stundaklukka í turn kirkjunnar sem slær á heilum og hálfum tíma. Hún var gjöf frá danska kaupmanninum Jakob A. Lefolii til minningar um margra áratuga verslun Lefolii-fjölskyldunnar á Eyrarbakka.

Skírnarfonturinn er gjöf safnaðarins á 60 ára afmæli kirkjunnar árið 1950. Hann gerði listamaðurinn Ríkharður Jónsson. Skírnarskálin sem Leifur Kaldal gullsmiður gerði var gefin kirkjunni til minningar um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á 100 ára fæðingarafmæli hennar.

Fyrir miðju kirkjuskipinu hangir líkan af tólfrónum teinæringi, sem Kristinn Jónasson organisti gerði eftir áraskipinu Farsæl. Fyrirmyndin er varðveitt í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Farsæl smíðaði Steinn Guðmundsson skipasmiður í Steinsbæ árið 1915.

Viðamiklar endurbætur og lagfæringar á Eyrarbakkakirkju hófust árið 1977 og var þeim lokið í árslok 1979. Nýtt íslenskt 11 radda pípuorgel eftir Björgvin Tómasson var tekið í notkun í kirkjunni á jólum 1995.

Pípuorgel – Björgvin Tómasson 1995.

Fyrsti prestur kirkjunnar var sr. Jón Björnsson 1890–1892 en síðan hafa eftirtaldir prestar þjónað söfnuðinum: Ólafur Helgason 1893–1904, Gísli Skúlason 1905-1942, Árelíus Níelsson 1943–1952, Magnús Guðjónsson 1953–1973, Valgeir Ástráðsson 1973–1980, Úlfar Guðmundsson 1980-2008. Í dag er sóknarprestur á Eyrarbakka sr. Sveinn valgeirsson og hefur hann þjónað söfnuðinum frá 1. desember 2008.

 

© Inga Lára Baldvinsdóttir / Magnús Karel Hannesson

Saga Eyrarbakka

Á Eyrarbakka liggur sagan og menningin við hvert fótmál. Gamla götumyndin sem tekist hefur að varðveita á Bakkanum er einstæð meðal þéttbýlisstaðanna á Suðurlandi og þó víðar væri leitað.

Eyrarbakki er lítið sjávarþorp á suðurströnd Íslands. Það tilheyrir sveitarfélaginu Árborg og íbúafjöldi þar er um 600 manns. Á Eyrarbakka var mikil verslun og sóttu bændur á Suðurlandi til Eyrarbakka á meðan á einokun danska kóngsins stóð. Eyrarbakki varð einn stærsti bær á Íslandi og var á þeim tíma mun stærri en t.d. Reykjavík og leit lengi út fyrir að Eyrarbakki yrði höfuðborgin.

Eyrar var eitt elsta og kunnasta örnefnið í sögu landsins til forna. Í Íslendingasögum og Sturlungu er sagt, að skip komu út á Eyrum. Nafnið er alltaf ritað í fleirtölu og átti við alla ströndina milli ósa Ölfusár og Þjórsár.

Á Eyrum munu árósarnir hafa verið helstu aðkomustaðir skipa og vart aðrir staðir oftar nefndir. Löngu seinna tekur svo Einarshöfn við. Talið er sennilegt að nafnið Eyrar sé komið af allmiklum eyrum, sem sköguðu frá graslendinu til sjávar, en þessum eyrum munu sjávarflóðin smám saman hafa skolað í burtu, en mörg örnefni eru kennd við þessar eyrar og bera þeim vitni svo sem nöfnin Háeyri og Stokkseyri. Nafnið Eyrar mun hafa verið algengt til 1400.

Eyrarbakki tekur svo við af nafninu Eyrar um og eftir 1400 og nafnið nær einnig yfir strandlengjuna milli stóránna, sem dæmi um það má nefna, að á 16. öld ritar Ögmundur Pálsson, Skálholtsbiskup „Fljótshólar á Eyrarbakka”, einnig ritar Lárus Sveinbjörnsson sýslumaður í Árnessýslu 1868: „Á Eyrarbakkaströndinni milli Ölfusár og Þjórsár”, (Saga Eyrarbakka bls. 2). Um 1900 er þetta farið að breytast, merkingin þrengist og á þá og eftir það aðeins við þorpið sjálft. Eyrarbakki taldist lengi til Stokkseyrarhrepps en 15. mars 1897, er farið fram á skiptingu hreppanna og 18. maí sama ár undirskrifar landshöfðingi formlega skiptingu þeirra, svo þann dag telst Eyrarbakki fyrst sérstakur hreppur og er fyrsti hreppstjórinn Guðmundur Ísleifsson á Stóru-Háeyri.

Eyrarbakkakirkja var vígð í desember 1890, en fram að því áttu Eyrbekkingar kirkjusókn í nágrannaþorpið Stokkseyri. Íbúar á Eyrarbakka voru 702 árið 1890 og var fólksfjölgunin ástæðan fyrir því að Stokkseyrarsókn var skipt í tvennt og ný kirkja reist á Eyrarbakka.

Í byrjun síðustu aldar hófst tímabil útgerðar og fiskvinnslu á Eyrarbakka og störfuðu þar þrjú fiskvinnslufyrirtæki fram undir síðustu aldamót. Hafnleysi stóð útgerð þó alltaf fyrir þrifum og með tilkomu brúar yfir Ölfusárósa lagðist útgerð smám saman af. Eyrarbakki er nú vaxandi ferðamannastaður og gömlu húsin gjarnan nýtt sem sumarbústaðir eða leigð út.