fbpx

Brúðkaupsveislur á Rauða Húsinu

Brúðkaup haldin á Rauða Húsinu eru okkur sérstaklega hugleikin. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að gera daginn ánægjulegann og einstakann.

Aðstæður:

Norðursalurinn:

Tekur um 90 manns í sæti í mat. Einnig er mögulegt að nota svæðið undir dansleik og skemmtun eftir matinn.

Suðursalurinn:

Tekur um 45 manns í sæti í mat og útsýni yfir sjóinn.
Meira um veitingasölunum.

Athöfnin:

Eyrarbakkakirkjuna er hægt að bóka hjá sóknarprestinum, Sveinn Valgeirsson, í síma 483-1125. Hann getur bæði bókað fyrir ykkur kirkjuna og séð um athöfnina ef þess er óskað. Kirkjan tekur allt að 230-240 manns í sæti.
Einnig er möguleiki á annars konar athöfn, þá úti við eða inni á veitingastaðnum. Þeir möguleikar eru skoðaðir sérstaklega eftir óskum og með tilliti til veðurs.

Móttakan:

Móttakan er sniðin að óskum hvers og eins, hvort sem um ræðir kampavín, freyðivín eða aðra drykki, en einnig er hægt að panta forrétti eða snittur.

Matur og vín:

Það sem okkar markmið er að uppfylla óskir gestanna, þá reynum við eftir fremsta megni að aðlaga mat og vín að smekk hvers og eins. Endilega látið okkur vita af öllum séróskum og við reynum af fremsta megni að gera alla ánægða.

Skreytingar:

Skreytingar far eftir óskum hvers og eins. Ef þess er óskað þá er salurinn, móttakan eða önnur svæði skreytt eftir óskum brúðhjónanna. Við getum séð um að útvega það sem til þarf. Verð á skreytingum er breytilegt og fer eftir árstíma og framboði skreytingarefnis.

Ljósmyndara, hárgreiðslumeistara og blómaskreyti getum við bókað ef þess er óskað.

Allur matur og vín er keypt af Rauða Húsinu og er verðið samkvæmt matseðli eða eftir samkomulagi.